Skilmálar Tengdu
Eftirfarandi skilmálar gilda fyrir alla þá þjónustu sem Tengdu veitir. Tengdu áskilur sér rétt til að gera breytingar á skilmálum og þjónustum. Allar breytingar verða kynntar á vefsíðu tengdu.is með a.m.k. mánaðar fyrirvara áður en þær taka gildi.
Ábyrgð á búnaði
Áskrifendum Tengdu er skylt að fara vel með allan búnað í eigu Tengdu sem þeir hafa til afnota, og eru þeir bótaskyldir á öllu því sem aflaga fer og stafar ekki af eðlilegu sliti, svo og öllu því sem glatast úr þeirra vörslu.
Greiðsluskilmálar
- Gjaldskrá er aðgengileg á heimasíðu Tengdu.
- Breytingar á gjaldskrá sem fela í sér hækkanir umfram verðlagsþróun eru kynntar með minnst eins mánaðar fyrirvara. Þá getur áskrifandi sagt upp með 30 daga fyrirvara.
- Greiðslur fara fram með greiðsluseðli eða skuldfærslu á greiðslukort.
- Áskrifandi ber ábyrgð á öllum greiðslum vegna áskriftar og búnaðar.
- Reikningar eru sendir út fyrir lok hvers mánaðar, eindagi yfirleitt 10. hvers mánaðar.
- Við vanskil umfram 30 daga frá gjalddaga má loka fyrir þjónustu. Opnunargjald er 3.000 kr.
- Flutningsgjald við breytingu á heimilisfangi: 2.500 kr.
- Athugasemdir við reikninga skulu berast fyrir eindaga.
Þjónustugjöld
- Seðilgjald (Gíró): 260 kr.
- Útskriftargjald (heimabanki): 180 kr.
- Vinna við tengingu lagnakerfa: 6.500 kr.
- Önnur viðhaldsverkefni innanhúss: 4.990 kr.
- Stillingar á sjónvarpi: 3.500 kr.
- Uppsetning og tenging á router og myndlykli/sjónvarpi: 4.500 kr.
- Ef bilun er vegna búnaðar Tengdu, fellur kostnaður niður.
Uppsögn áskriftar
Áskrifandi getur sagt upp áskrift með minnst eins mánaðar fyrirvara, nema þar sem sérákvæði gilda. Uppsögn skal berast í síma eða með tölvupósti á [email protected]. Uppsögn miðast við upphaf nýs reikningstímabils, 1. hvers mánaðar.
Við uppsögn skal búnaði í eigu Tengdu skilað án tafar. Ef búnaði er ekki skilað er heimilt að innheimta verðmæti hans miðað við afhendingardag. Tengdu getur boðið upp á samninga með allt að 12 mánaða bindingu; segi áskrifandi upp slíku samkomulagi fyrir lok samningstíma, má krefja hann um ógreiddar mánuði.
Niðurhal
Tengdu býður ótakmarkað niðurhal miðað við venjulega netnotkun heimilis. Meðalheimili notar um 300 GB á mánuði. Umfram 500 GB telst stórnotkun og er rukkuð samkvæmt verðlista.
Ef spurningar vakna varðandi skilmála, hafðu samband í síma 415-1800 eða með tölvupósti á [email protected].