Persónuverndarstefna
Stefna varðandi vinnslu persónuupplýsinga
Tengdu ehf leggur áherslu á að tryggja öryggi persónuupplýsinga viðskiptavina. Þú ættir að geta fundið til öryggis þegar þú treystir okkur fyrir persónuupplýsingum þínum. Af þessum sökum höfum við samið þessa stefnu. Hún byggir á gildandi persónuverndarlöggjöf og skýrir hvernig við vinnum að því að standa vörð um réttindi þín og friðhelgi einkalífs.
Tilgangur þessarar stefnu er að gera þér grein fyrir því hvernig við vinnum með persónuupplýsingar þínar, til hvers við notum þær, hverjir mega skoða þær og við hvaða aðstæður og hvernig þú getur gætt réttinda þinna.
Tengdu ehf meðhöndlar allar persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Með notkun á vef Tengdu, vörum og þjónustu veitir viðskiptavinur samþykki sitt fyrir skilmálum þessum. Hugtök skulu hafa sömu merkingu í þessum skilmálum og þau hafa í lögum.
Við erum ábyrgðaraðilar persónuupplýsinga
Tengdu ehf ber ábyrgð á þeim persónuupplýsingum sem unnið er með um þig og er því ábyrgðaraðili persónuupplýsinga þinna.
Af hverju vinnum við með persónuupplýsingar þínar?
Við vinnum persónuupplýsingar þínar til að veita þér þjónustu okkar og vörur, þ.e. eingöngu til að gera eða uppfylla samning við þig sem viðskiptavin.
Hvaða gögnum söfnum við um þig – og hvers vegna?
Við kappkostum að vinna eins lítið af persónuupplýsingum um þig og mögulegt er. Þetta þýðir að við söfnum ekki fleiri persónuupplýsingum en nauðsynlegt er til að geta gert eða uppfyllt samninga við þig. Til að geta gert og uppfyllt samninga við þig þurfum við upplýsingar um nafn þitt, netfang og aðrar tengiliðaupplýsingar. Við höfum ekki meiri aðgang að persónuupplýsingum þínum en þeim upplýsingum sem þú hefur veitt okkur. Ef þú hefur ekki veitt samþykki notar Tengdu ekki persónuupplýsingar í markaðslegum tilgangi.
Hvernig verndum við persónuupplýsingar þínar?
Öryggi þitt er okkur mikilvægt. Þess vegna höfum við gripið til viðeigandi tæknilegra, skipulagslegra og stjórnunarlegra öryggisráðstafana til að vernda persónuupplýsingar þínar gegn óheimilum aðgangi og annarri óheimilli vinnslu. Við metum reglulega þessar ráðstafanir.
Hverjum birtum við gögnin þín?
Við birtum ekki gögn þín til annarra nema lög krefjist þess eða nauðsynlegt sé til að uppfylla lögbundnar eða samningsbundnar skyldur okkar gagnvart þér. Við gætum miðlað gögnum til samstarfsaðila, birgja eða undirverktaka þegar þörf krefur og aðeins að því marki sem nauðsynlegt er. Þegar lög krefjast þess gætum við þurft að miðla gögnum til opinberra yfirvalda. Einnig gætum við miðlað gögnum til að stofna, nýta eða verja réttarkröfur. Við seljum ekki gögnin þín og deilum þeim ekki í markaðslegum tilgangi.
Lagagrundvöllur
Við vinnum einungis þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að veita þjónustu eða vörur, þ.e. til að efna samning. Ef vinna þarf frekari upplýsingar fáum við samþykki eða byggjum á öðrum lagagrundvelli.
Geymslutími
Við geymum gögn meðan samningur er í gildi og í hæfilegan tíma að honum loknum, yfirleitt ekki lengur en eitt ár, nema lög krefjist annars eða nauðsyn ber til vegna réttarkrafna.
Réttindi þín
Þú átt ýmis réttindi varðandi vinnslu gagna. Hafðu samband við [email protected] til að nýta þau. Við gætum beðið um auðkenningu áður en erindi er afgreitt.
Aðgangur að persónuupplýsingum
Þú átt rétt á upplýsingum um hvaða gögn við vinnum og að fá afrit.
Leiðrétting og eyðing
Ef gögn eru röng eða óþörf má óska leiðréttingar eða eyðingar. Slík eyðing gæti þó haft áhrif á þjónustu.
Flutningur gagna
Í ákveðnum tilvikum geturðu fengið gögnin sem þú hefur veitt í skipulögðu, véllesanlegu formi.
Takmarkanir á vinnslu
Í tilteknum aðstæðum má óska eftir takmörkun vinnslu þannig að unnið sé aðeins í afmörkuðum tilgangi.
Réttur til andmæla
Þú getur andmælt ákveðinni vinnslu. Tengdu vinnur ekki gögn í markaðslegum tilgangi á grundvelli hagsmunamats.
Réttur til að leggja fram kvörtun
Þú getur borið fram kvörtun til Persónuverndar teljir þú vinnslu ólögmæta.
Samband
Hafðu samband: [email protected].